Lækkum lyfjakostnað og veljum samheitalyf Jónas Þ. Birgisson og Aðalsteinn Jens Loftsson skrifar 29. ágúst 2019 10:30 Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun