Bólusetning með grænum svæðum Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 09:15 Asparkorn voru áberandi í Laugardalnum í sumar. Vísir/Vilhelm Græn svæði eins og almenningsgarðar, skóglendi, móar og engi eru hluti af vistkerfi borga. Græn svæði ýta undir líkamlega virkni og andlega slökun og eru mikilvægt athvarf frá daglegu amstri og líka umferð og hávaða. Tré framleiða súrefni og bæta loftgæði. Ár, lækir, vötn, tjarnir og gosbrunnar eru líka hluti af þessu umhverfi. Græn svæði geta líka verið farvegur fyrir öruggar göngu- og hjólaleiðir, svæði þar sem fólk hittist, skemmtir sér saman og stundar líkamsrækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að kyrrseta, sem tengist því að erfitt sé að ganga í umhverfinu og skorti á svæðum þar sem hægt er að stunda ýmsa hreyfingu, beri ábyrgð á um 3% dauðsfalla á heimsvísu. Græn svæði eru líka mikilvæg fyrir andlega heilsu. Það að hafa aðgang að grænum svæðum getur minnkað heilsuójöfnuð, aukið vellíðan og hjálpað til við meðferð geðsjúkdóma. Samkvæmt WHO er líka líklegt að líkamsrækt í náttúrulegu umhverfi hjálpi til við að vinna bug á vægu þunglyndi og minnka streitu.Gróður í daglegu umhverfi Katrín Karlsdóttir er skipulagsverkfræðingur og er enn fremur með meistarapróf í umhverfissálfræði. Hún segir aðgang að grænum svæðum mjög mikilvægan. Daglegt umhverfi þurfi að vera þannig að gróður og náttúra fléttist inn í það. Hún hefur sérstaklega skoðað börn og borgarumhverfið. Hún segir margar umfangsmiklar rannsóknir til sem og lærðar greinar og niðurstaðan sé öll á einn veg. „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál. Það mætti leggja meiri áherslu á þennan hóp. Umhverfi sem er gott fyrir börn er gott fyrir alla, eins og varðandi öryggismál, aðgengi, upplifun og annað. Það er talað um að jafnvel lyktin af gróðri geti haft áhrif. Það eru til rannsóknir sem segja að börn sem eru á grænum svæðum í frímínútum, fari í útikennslu eða eru í náttúru hafi meiri einbeitingu það sem eftir lifir dags en þau sem eru inni eða eru bara á malbiki. Þetta getur hjálpað krökkum við að taka inn aðrar upplýsingar,“ segir Katrín og bendir á að það sé því mikilvægt að ákveðinni náttúru sé fléttað inn í leiksvæði barna. „Það er hægt að nýta útiveruna í svo mikinn lærdóm,“ segir Katrín, sem bendir á ákveðna hættu í því þegar verið er að setja færanlegar kennslustofur niður á útisvæði barna við skóla. „Þarna er verið að mæta þörf sem maður skilur svo vel en á sama tíma er verið að minnka hreyfisvæði barnanna og taka af þeim ákveðinn rétt til hreyfingar.“Þjónusta er þroskaþjófur Hún segir dæmi um að börn séu keyrð bæði í skóla og tómstundir, „oft vegna þess að það er langt í það sem þau eru að sækja eða að umhverfið er ekki nógu öruggt. Þetta er þjónusta sem foreldrarnir veita, sem er kannski ákveðinn þroskaþjófur. Ef umhverfið hjá skólanum býður ekki upp á gróður eða tengingu við náttúruna fer barnið í gegnum vikuna á þess að fá neitt nærandi frá náttúrunni,“ segir hún og ítrekar mikilvægi þess að varðveita grænu svæðin í umhverfi barna, eins og til dæmis við skóla. „Það er þægilegt að hafa malbikaða skólalóð og ekki mikill viðhaldskostnaður. Ef þú ert með græn svæði og gróður ertu kominn í annan rekstrarpakka og því er þetta oft það fyrsta sem er skorið niður. Það hefur verið erfitt hingað til að setja krónutölu á ávinninginn af því að hafa grænu svæðin,“ segir Katrín en segir það auðveldara nú þegar stöðugt bætist við rannsóknir sem sanni mikilvægi grænna svæða.Lungu borgarinnar „Það er ekki lengur spurning um hvort þetta sé mikilvægt eða ekki heldur hvernig við eigum að framkvæma þetta; hvernig við eigum að hugsa borgina og nærumhverfi barna þannig að við séum ekki að taka af þeim réttinn til leiks og hreyfingar. Við erum að tala um framtíðarlýðheilsu borgarbúa, þetta hefur áhrif á svo marga. Þetta snýst um nærumhverfið, þessar dagsdaglegu ferðavenjur, maður er ekki alltaf uppi í Heiðmörk eða Elliðaárdal,“ segir hún en ítrekar samt mikilvægi stærri svæða eins og þessara. Ef Amason-regnskógurinn er lungu heimsins þá er eru þessi svæði eins og Elliðaárdalurinn og Heiðmörk lungu fólksins sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að í þéttingu byggðar sé oft notast við svokallaða randbyggð. „Það hafa verið skipulögð mörg ný svæði þar sem byggt er alveg við lóðamörk og ekkert skilið eftir nema bara götustæði. Það eru oft skemmtilegir garðar í miðjunni en þeir eru einkagarðar. Það tekur ákveðna upplifun úr hverfinu, garðarnir hafa tilgang en eru bara fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir hún en Reykjavík er græn borg og þá meðal annars fyrir tilstilli allra einkagarðanna sem eru úti við götu og setja svip sinn á borgina. „Það þarf þéttingu í borg eins og Reykjavík til þess að gefa möguleika á bíllausum samgöngum en það er að mörgu að hyggja. Það er hægt að þróa og byggja á grænum reit og hann er áfram grænn og sjálfbær. Það er hægt að gera þetta mjög vel,“ segir Katrín.Róandi munstur Útivera og græn svæði hafa mikil áhrif á fólk. „Bara það að vera úti og fá súrefnið er mikilvægt. Það er líka talað um að munstrin í náttúrunni hafi áhrif eins og í trjám. Tré eru með stofn, svo koma greinar út frá stofninum, sem greinast í ennþá minni greinar. Þarna er ákveðinn skali, frá stóru niður í lítið. Þetta hefur róandi áhrif á sálina. Fólk fær mikla endurheimt úti í náttúrunni, sérstaklega í stressandi borgarumhverfi; prófaðu bara að liggja í grasi og horfa upp í tré. Maður finnur hvað þetta gerir manni gott; að koma heim eftir erfiðan dag og leggjast út í grasið. Ef börnin alast upp við þetta taka þau það með sér inn í fullorðinsárin og búa að því.“ Hún segir að öldugangur í vatni hafi að sama skapi róandi áhrif og einnig logandi eldur í arni eða varðeldur en flestir þekkja áreiðanlega notalegu tilfinninguna sem felst í því að horfa í eldinn. „Það er erfitt að setja einhverjar krónutölur á geðheilsu borgarbúa í framtíðinni en í öllum lýðheilsupælingum og hvernig við ölum upp heilbrigða einstaklinga þá finnst mér krónur og aurar ekki skipta máli. Það á ekki að þurfa að setja verðmiða á þetta því þetta er heilsa fólks. Þetta er ákveðin trygging og leið til að fyrirbyggja sjúkdóma eins og bólusetning; það er verið að fyrirbyggja það að einhver verði veikur í framtíðinni. Ég get ekki ímyndað mér að einhver sé á móti því. Það er verið að hjálpa fólki við að láta sér líða vel og fá endurheimt,“ segir hún og rifjar upp vísu sem amma hennar kenndi henni og hljómaði svona hjá henni en hefur þekkst í nokkrum myndum:Þegar sál þín er hrelld, þessum hlýddu orðum. Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem fólk hefur vitað öldum saman. Náttúran gerir manni gott og er nærandi.“ Heilbrigðismál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Græn svæði eins og almenningsgarðar, skóglendi, móar og engi eru hluti af vistkerfi borga. Græn svæði ýta undir líkamlega virkni og andlega slökun og eru mikilvægt athvarf frá daglegu amstri og líka umferð og hávaða. Tré framleiða súrefni og bæta loftgæði. Ár, lækir, vötn, tjarnir og gosbrunnar eru líka hluti af þessu umhverfi. Græn svæði geta líka verið farvegur fyrir öruggar göngu- og hjólaleiðir, svæði þar sem fólk hittist, skemmtir sér saman og stundar líkamsrækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að kyrrseta, sem tengist því að erfitt sé að ganga í umhverfinu og skorti á svæðum þar sem hægt er að stunda ýmsa hreyfingu, beri ábyrgð á um 3% dauðsfalla á heimsvísu. Græn svæði eru líka mikilvæg fyrir andlega heilsu. Það að hafa aðgang að grænum svæðum getur minnkað heilsuójöfnuð, aukið vellíðan og hjálpað til við meðferð geðsjúkdóma. Samkvæmt WHO er líka líklegt að líkamsrækt í náttúrulegu umhverfi hjálpi til við að vinna bug á vægu þunglyndi og minnka streitu.Gróður í daglegu umhverfi Katrín Karlsdóttir er skipulagsverkfræðingur og er enn fremur með meistarapróf í umhverfissálfræði. Hún segir aðgang að grænum svæðum mjög mikilvægan. Daglegt umhverfi þurfi að vera þannig að gróður og náttúra fléttist inn í það. Hún hefur sérstaklega skoðað börn og borgarumhverfið. Hún segir margar umfangsmiklar rannsóknir til sem og lærðar greinar og niðurstaðan sé öll á einn veg. „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál. Það mætti leggja meiri áherslu á þennan hóp. Umhverfi sem er gott fyrir börn er gott fyrir alla, eins og varðandi öryggismál, aðgengi, upplifun og annað. Það er talað um að jafnvel lyktin af gróðri geti haft áhrif. Það eru til rannsóknir sem segja að börn sem eru á grænum svæðum í frímínútum, fari í útikennslu eða eru í náttúru hafi meiri einbeitingu það sem eftir lifir dags en þau sem eru inni eða eru bara á malbiki. Þetta getur hjálpað krökkum við að taka inn aðrar upplýsingar,“ segir Katrín og bendir á að það sé því mikilvægt að ákveðinni náttúru sé fléttað inn í leiksvæði barna. „Það er hægt að nýta útiveruna í svo mikinn lærdóm,“ segir Katrín, sem bendir á ákveðna hættu í því þegar verið er að setja færanlegar kennslustofur niður á útisvæði barna við skóla. „Þarna er verið að mæta þörf sem maður skilur svo vel en á sama tíma er verið að minnka hreyfisvæði barnanna og taka af þeim ákveðinn rétt til hreyfingar.“Þjónusta er þroskaþjófur Hún segir dæmi um að börn séu keyrð bæði í skóla og tómstundir, „oft vegna þess að það er langt í það sem þau eru að sækja eða að umhverfið er ekki nógu öruggt. Þetta er þjónusta sem foreldrarnir veita, sem er kannski ákveðinn þroskaþjófur. Ef umhverfið hjá skólanum býður ekki upp á gróður eða tengingu við náttúruna fer barnið í gegnum vikuna á þess að fá neitt nærandi frá náttúrunni,“ segir hún og ítrekar mikilvægi þess að varðveita grænu svæðin í umhverfi barna, eins og til dæmis við skóla. „Það er þægilegt að hafa malbikaða skólalóð og ekki mikill viðhaldskostnaður. Ef þú ert með græn svæði og gróður ertu kominn í annan rekstrarpakka og því er þetta oft það fyrsta sem er skorið niður. Það hefur verið erfitt hingað til að setja krónutölu á ávinninginn af því að hafa grænu svæðin,“ segir Katrín en segir það auðveldara nú þegar stöðugt bætist við rannsóknir sem sanni mikilvægi grænna svæða.Lungu borgarinnar „Það er ekki lengur spurning um hvort þetta sé mikilvægt eða ekki heldur hvernig við eigum að framkvæma þetta; hvernig við eigum að hugsa borgina og nærumhverfi barna þannig að við séum ekki að taka af þeim réttinn til leiks og hreyfingar. Við erum að tala um framtíðarlýðheilsu borgarbúa, þetta hefur áhrif á svo marga. Þetta snýst um nærumhverfið, þessar dagsdaglegu ferðavenjur, maður er ekki alltaf uppi í Heiðmörk eða Elliðaárdal,“ segir hún en ítrekar samt mikilvægi stærri svæða eins og þessara. Ef Amason-regnskógurinn er lungu heimsins þá er eru þessi svæði eins og Elliðaárdalurinn og Heiðmörk lungu fólksins sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að í þéttingu byggðar sé oft notast við svokallaða randbyggð. „Það hafa verið skipulögð mörg ný svæði þar sem byggt er alveg við lóðamörk og ekkert skilið eftir nema bara götustæði. Það eru oft skemmtilegir garðar í miðjunni en þeir eru einkagarðar. Það tekur ákveðna upplifun úr hverfinu, garðarnir hafa tilgang en eru bara fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir hún en Reykjavík er græn borg og þá meðal annars fyrir tilstilli allra einkagarðanna sem eru úti við götu og setja svip sinn á borgina. „Það þarf þéttingu í borg eins og Reykjavík til þess að gefa möguleika á bíllausum samgöngum en það er að mörgu að hyggja. Það er hægt að þróa og byggja á grænum reit og hann er áfram grænn og sjálfbær. Það er hægt að gera þetta mjög vel,“ segir Katrín.Róandi munstur Útivera og græn svæði hafa mikil áhrif á fólk. „Bara það að vera úti og fá súrefnið er mikilvægt. Það er líka talað um að munstrin í náttúrunni hafi áhrif eins og í trjám. Tré eru með stofn, svo koma greinar út frá stofninum, sem greinast í ennþá minni greinar. Þarna er ákveðinn skali, frá stóru niður í lítið. Þetta hefur róandi áhrif á sálina. Fólk fær mikla endurheimt úti í náttúrunni, sérstaklega í stressandi borgarumhverfi; prófaðu bara að liggja í grasi og horfa upp í tré. Maður finnur hvað þetta gerir manni gott; að koma heim eftir erfiðan dag og leggjast út í grasið. Ef börnin alast upp við þetta taka þau það með sér inn í fullorðinsárin og búa að því.“ Hún segir að öldugangur í vatni hafi að sama skapi róandi áhrif og einnig logandi eldur í arni eða varðeldur en flestir þekkja áreiðanlega notalegu tilfinninguna sem felst í því að horfa í eldinn. „Það er erfitt að setja einhverjar krónutölur á geðheilsu borgarbúa í framtíðinni en í öllum lýðheilsupælingum og hvernig við ölum upp heilbrigða einstaklinga þá finnst mér krónur og aurar ekki skipta máli. Það á ekki að þurfa að setja verðmiða á þetta því þetta er heilsa fólks. Þetta er ákveðin trygging og leið til að fyrirbyggja sjúkdóma eins og bólusetning; það er verið að fyrirbyggja það að einhver verði veikur í framtíðinni. Ég get ekki ímyndað mér að einhver sé á móti því. Það er verið að hjálpa fólki við að láta sér líða vel og fá endurheimt,“ segir hún og rifjar upp vísu sem amma hennar kenndi henni og hljómaði svona hjá henni en hefur þekkst í nokkrum myndum:Þegar sál þín er hrelld, þessum hlýddu orðum. Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem fólk hefur vitað öldum saman. Náttúran gerir manni gott og er nærandi.“
Heilbrigðismál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira