Red Rock tengist ekki þriðja orkupakkanum Ari Brynjólfsson og Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Gunnarsson skrifa 28. ágúst 2019 06:00 Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn Fréttablaðið/Ari Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira