Þegar jóga varð trend Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:23 Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun