Þegar jóga varð trend Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:23 Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar