Nýtum tíma okkar betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:45 Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Danmörk Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun