Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 27. ágúst 2019 06:45 Heilsugæslan á Akureyri er í gömlu húsnæði og brýnt er að komast í nýtt húsnæði sem fyrst. Fréttablaðið/Auðunn Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira