"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 22:09 Flugvélin varð fyrir miklu tjóni þegar hún flaug inn í gæsager á Reykjavíkurflugvelli í dag. Myndin er af Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“ Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira