Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:02 Björgunarsveitarfólk reynir að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira