Ísland molnaði niður í Sviss Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2019 16:45 Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni við þá Clint Capela og Boris Mbala. Mynd/Fiba.basketball Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti