Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 20:30 Bjarni sagðist vissulega líta til skoðanakannanna en eina mælingin á fylgi sem skipti máli væri það fylgi sem flokkurinn fengi í kosningum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins, um meintan klofning innan hans og fylgi flokksins undanfarna mánuði í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þá tjáði sig hann um orðróm um brotthvarf hans úr stjórnmálum, sem hann gaf lítið fyrir. Í upphafi viðtals var farið yfir niðurstöður nýjustu kannanna MMR þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur mælst 19,1 prósent. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn sótt í sig veðrið og aukið við sig fylgi sem margir rekja beint til umræðu um þriðja orkupakkann. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. Flokksforystan hefði átt í góðu samtali við flokksmenn, haldið tugi opinna funda og hlustað á þau sjónarmið hafa komið fram vegna málsins innan flokksins. Þrátt fyrir minnkandi fylgi í könnunum væru kosningar eina mælingin sem raunverulega skipti máli. „Ég er í liði með þeim sem segjast vilja sækja meira fylgi og ég tel að við höfum málefnalega stöðu til þess að gera það,“ sagði Bjarni en hann teldi þó landslagið hafa gjörbreyst á síðustu tíu árum með tilkomu nýrra og minni flokka.Finnur enn gleðina í stjórnmálum Umræða um brotthvarf Bjarna úr stjórnmálum hefur flogið hátt undanfarna mánuði en hann hefur sjálfur neitað því að hann hyggist hætta á næstunni. Í viðtali við Stöð 2 á 90 ára afmæli flokksins þvertók hann fyrir þessar vangaveltur og sagðist enn eiga eftir að fylgja eftir mikilvægum málum. Sömuleiðis tjáði tengdafaðir Bjarna sig um orðróminn og sagði hann vera til þess fallinn að ala á tortryggni.Sjá einnig: Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna „Ég er auðvitað tiltölulega nýlega búinn að gefa kost á mér sem formaður. Ég efndi hérna til stjórnarsamstarfs við tvo flokka til þess að bæði auka stjórnmálalegan stöðugleika að nýju í landinu og ná ákveðnum markmiðum, til dæmis í efnahagsmálum og fyrir efnahagslegan stöðugleika í landinu og ég ætla ekkert að hlaupa frá því verki,“ sagði Bjarni aðspurður hvort gleðin væri enn til staðar. Hann sagðist hafa fengið einstakan stuðning frá flokksmönnum á síðasta landsfundi og hann brenni enn fyrir þeim verkefnum sem hann sé að sinna. Starfið sé þó krefjandi en gleðin fylgi því að sjá framgang mikilvægra mála. „Þegar ég horfi til baka núna tíu ár aftur í tímann og skoða hvað mikið hefur breyst og frá 2013 þennan tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn og verið í ráðuneytinu, þá hafa svo mörg mál fengið farsælan endi og staðan á Íslandi batnað svo mjög til hins betra að það er alveg sérstök ánægja að fara yfir það og sjá hversu bjart er fram undan.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins, um meintan klofning innan hans og fylgi flokksins undanfarna mánuði í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þá tjáði sig hann um orðróm um brotthvarf hans úr stjórnmálum, sem hann gaf lítið fyrir. Í upphafi viðtals var farið yfir niðurstöður nýjustu kannanna MMR þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur mælst 19,1 prósent. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn sótt í sig veðrið og aukið við sig fylgi sem margir rekja beint til umræðu um þriðja orkupakkann. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. Flokksforystan hefði átt í góðu samtali við flokksmenn, haldið tugi opinna funda og hlustað á þau sjónarmið hafa komið fram vegna málsins innan flokksins. Þrátt fyrir minnkandi fylgi í könnunum væru kosningar eina mælingin sem raunverulega skipti máli. „Ég er í liði með þeim sem segjast vilja sækja meira fylgi og ég tel að við höfum málefnalega stöðu til þess að gera það,“ sagði Bjarni en hann teldi þó landslagið hafa gjörbreyst á síðustu tíu árum með tilkomu nýrra og minni flokka.Finnur enn gleðina í stjórnmálum Umræða um brotthvarf Bjarna úr stjórnmálum hefur flogið hátt undanfarna mánuði en hann hefur sjálfur neitað því að hann hyggist hætta á næstunni. Í viðtali við Stöð 2 á 90 ára afmæli flokksins þvertók hann fyrir þessar vangaveltur og sagðist enn eiga eftir að fylgja eftir mikilvægum málum. Sömuleiðis tjáði tengdafaðir Bjarna sig um orðróminn og sagði hann vera til þess fallinn að ala á tortryggni.Sjá einnig: Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna „Ég er auðvitað tiltölulega nýlega búinn að gefa kost á mér sem formaður. Ég efndi hérna til stjórnarsamstarfs við tvo flokka til þess að bæði auka stjórnmálalegan stöðugleika að nýju í landinu og ná ákveðnum markmiðum, til dæmis í efnahagsmálum og fyrir efnahagslegan stöðugleika í landinu og ég ætla ekkert að hlaupa frá því verki,“ sagði Bjarni aðspurður hvort gleðin væri enn til staðar. Hann sagðist hafa fengið einstakan stuðning frá flokksmönnum á síðasta landsfundi og hann brenni enn fyrir þeim verkefnum sem hann sé að sinna. Starfið sé þó krefjandi en gleðin fylgi því að sjá framgang mikilvægra mála. „Þegar ég horfi til baka núna tíu ár aftur í tímann og skoða hvað mikið hefur breyst og frá 2013 þennan tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn og verið í ráðuneytinu, þá hafa svo mörg mál fengið farsælan endi og staðan á Íslandi batnað svo mjög til hins betra að það er alveg sérstök ánægja að fara yfir það og sjá hversu bjart er fram undan.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56
Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Hitafundur í Rangárþingi. Bændur afar ósáttir við forystuna. 20. ágúst 2019 14:25