Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 11:15 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Þetta kemur fram í umsögn Icelandair Group um drögin að grænbókinni, sem verið hefur til kynningar í Samráðsgáttinni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er skrifaður fyrir umsögninni. Í drögunum er lagt til að það verði stefna íslenskra stjórnvalda að stofnaður verði sjóður til að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli öryggis- og þjónustukröfur. Lagt er til að sú uppbygging fari fyrst fram á Egilsstaðaflugvelli, þar þurfi minnst að gera og því sé hagkvæmt að byggja upp varaflugvöll þar.Hafa áður sagt að staða varaflugvalla sé stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi Hagsmunaaðilar í flugi á Íslandi hafa lengi bent á að mikilvægt sé að tryggja að varaflugvellir séu nægjanlega vel útbúnir til að sinna hlutverki sínu. Í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2023 sagði Bogi, þá starfandi forstjóri Icelandair, til að mynda að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum væru stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÍ umsögn Icelandair nú við drögum að grænbókinni er því fagnað að lagt sé til að áhersla verði lögð á uppbyggingu varaflugvalla. Þá er því fagnað að lagt sé til að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði hraðað og sett í forgang. Bendir félagið á að mikilvægt sé að byggja upp fullnægjandi aðstaða á einum flugvelli sem yrði þá fyrsti varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Félagið hefur bent á að Egilsstaðaflugvöllur sé best fallinn til slíkrar uppbyggingar, m.a. vegna þess að þar er fjallendi langt í burtu og aðkoman hentug með tilliti til vinds, aðflugs og brottfluga,“ segir í umsögn Icelandair um drög að grænbókinni. Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru þrír, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egillsstaðaflugvöllur.Ekki með svigrúm til að mæta auknum álögum til að fjármagna uppbyggingu Í drögunum að grænbókinni er einnig lagt til að innheimt verði hóflegt flugvallagjald af flugrekendum sem renna muni inn í sjóðinn sem fjármagna eigi uppbyggingu varaflugvalla.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Í umsögn Icelandair bendir Bogi á að slíkt gjald muni aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Bendir Bogi á að slík gjaldtaka gæti verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm sé hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur. „Miðað við álagningu gjalds að fjárhæð 300 kr. á hvern flugfarþega myndi gjaldtakan þýða auknar álögur að fjárhæð 1,5 milljarða kr. á Icelandair Group. Til samanburðar skilaði félagið tapi að fjárhæð 6,4 milljörðum kr. á árinu 2018 og hlýtur því að gefa augaleið að svigrúm til aukinnar álagningar gjalda er ekkert. Þvert á móti væri nauðsynlegt að auka samkeppnishæfni íslenskra flugrekenda með því að létta á þeim álögum sem nú eru til staðar.“Vilja frekar að hluti skatttekna vegna erlendra ferðamanna renni til uppbyggingar Þá bendir félagið á að Icelandair, sem og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, hafi átt stóran þátt í endurreisn íslenska hagkerfisins eftir hrun árið 2008. Eðlilegra væri að hluti þeirra skattekna sem fylgt hefur fjölgun á komu ferðamanna hingað til lands rynni til uppbyggingar varaflugvalla, í stað þess að auka álögur á flugrekendur. „Væri það mun eðlilegri og sanngjarnari leið í stað þess að draga enn frekar úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með frekari sértækum gjöldum sem leggjast á erlenda ferðamenn.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Þetta kemur fram í umsögn Icelandair Group um drögin að grænbókinni, sem verið hefur til kynningar í Samráðsgáttinni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er skrifaður fyrir umsögninni. Í drögunum er lagt til að það verði stefna íslenskra stjórnvalda að stofnaður verði sjóður til að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli öryggis- og þjónustukröfur. Lagt er til að sú uppbygging fari fyrst fram á Egilsstaðaflugvelli, þar þurfi minnst að gera og því sé hagkvæmt að byggja upp varaflugvöll þar.Hafa áður sagt að staða varaflugvalla sé stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi Hagsmunaaðilar í flugi á Íslandi hafa lengi bent á að mikilvægt sé að tryggja að varaflugvellir séu nægjanlega vel útbúnir til að sinna hlutverki sínu. Í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2023 sagði Bogi, þá starfandi forstjóri Icelandair, til að mynda að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum væru stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÍ umsögn Icelandair nú við drögum að grænbókinni er því fagnað að lagt sé til að áhersla verði lögð á uppbyggingu varaflugvalla. Þá er því fagnað að lagt sé til að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði hraðað og sett í forgang. Bendir félagið á að mikilvægt sé að byggja upp fullnægjandi aðstaða á einum flugvelli sem yrði þá fyrsti varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Félagið hefur bent á að Egilsstaðaflugvöllur sé best fallinn til slíkrar uppbyggingar, m.a. vegna þess að þar er fjallendi langt í burtu og aðkoman hentug með tilliti til vinds, aðflugs og brottfluga,“ segir í umsögn Icelandair um drög að grænbókinni. Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru þrír, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egillsstaðaflugvöllur.Ekki með svigrúm til að mæta auknum álögum til að fjármagna uppbyggingu Í drögunum að grænbókinni er einnig lagt til að innheimt verði hóflegt flugvallagjald af flugrekendum sem renna muni inn í sjóðinn sem fjármagna eigi uppbyggingu varaflugvalla.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Í umsögn Icelandair bendir Bogi á að slíkt gjald muni aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Bendir Bogi á að slík gjaldtaka gæti verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm sé hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur. „Miðað við álagningu gjalds að fjárhæð 300 kr. á hvern flugfarþega myndi gjaldtakan þýða auknar álögur að fjárhæð 1,5 milljarða kr. á Icelandair Group. Til samanburðar skilaði félagið tapi að fjárhæð 6,4 milljörðum kr. á árinu 2018 og hlýtur því að gefa augaleið að svigrúm til aukinnar álagningar gjalda er ekkert. Þvert á móti væri nauðsynlegt að auka samkeppnishæfni íslenskra flugrekenda með því að létta á þeim álögum sem nú eru til staðar.“Vilja frekar að hluti skatttekna vegna erlendra ferðamanna renni til uppbyggingar Þá bendir félagið á að Icelandair, sem og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, hafi átt stóran þátt í endurreisn íslenska hagkerfisins eftir hrun árið 2008. Eðlilegra væri að hluti þeirra skattekna sem fylgt hefur fjölgun á komu ferðamanna hingað til lands rynni til uppbyggingar varaflugvalla, í stað þess að auka álögur á flugrekendur. „Væri það mun eðlilegri og sanngjarnari leið í stað þess að draga enn frekar úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með frekari sértækum gjöldum sem leggjast á erlenda ferðamenn.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15