Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 21:39 Persóna Toms Holland, Köngulóarmaðurinn, verður ekki hluti af Marvel ofurhetjuheiminum lengur. getty/ Alberto E. Rodriguez Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein