Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Leiðtogar Norðurlandanna. F.v Katrin Sjögren, forsætisráðherra Álandseyja, Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, Mette fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur og Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Egill Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“ Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“
Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33