„Awww litla dúllan“ Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 10:08 Mörgum Hafnfirðingnum sem leggur orð í belg er á því að þessi minkur sé mjög krúttlegur. Meðan aðrir vilja halda því til haga að hann er alhliða drápari og skaðræðisskepna. Visir/Vilhelm/Davíð Sölvason Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira