Katrín - Merkel - Pence Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun