Óánægja meðal sjúkraþjálfara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. ágúst 2019 06:00 Formaður Félags sjúkraþjálfara segir óvissu ríkja vegna fyrirhugaðs útboðs á þjónustu þeirra. Vísir/Getty „Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira