Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2019 06:45 Hagfræðingarnir tveir telja stéttarfélög lykilaðila í að tryggja aukinn tekjujöfnuð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira