Arnar Þór sér marga framtíðar A-landsliðsmenn í U21-hópnum og stefnir með liðið á stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 22:00 Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar. Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira