Innlent

Ljósastaur í ljósum logum í Lágmúla

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ljósastaurinn logar á bílastæðinu nú á tíunda tímanum í kvöld.
Ljósastaurinn logar á bílastæðinu nú á tíunda tímanum í kvöld. Mynd/Aðsend
Eldur kom upp í ljósastaur á bílastæði við raftækjaverslunina Ormsson í Lágmúla um klukkan níu í kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang skömmu síðar og slökkti eldinn. Þá var lögregla einnig kölluð til.

Glatt logaði í ljósastaurnum en svo virðist sem eldurinn hafi kviknað efst í staurnum. Neistar virðast jafnframt hafa komist í skilti sem fest er við hann, svo og í grasblett á jörðu niðri, þar sem einnig logaði eldur. Svartan reyk lagði frá ljósastaurnum.

Hér að neðan má sjá myndband af ljósastaurnum í ljósum logum.

Og hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar slökkviliðsmenn slökktu eldinn nú á níunda tímanum. Fréttin hefur verið uppfærð.



Dálítill eldur læsti sig einnig í skilti á staurnum.Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×