Allar treyjurnar uppseldar aðeins sólarhring eftir að félagið samdi við Bendtner Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:00 Nicklas Bendtner varð norskur bikarmeistari með Rosenborg í fyrra og vann einnig norsku deildina tvisvar sinnum með félaginu. Getty/Trond Tandberg Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT Danmörk Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT
Danmörk Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira