Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson skrifar 4. september 2019 07:00 Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun