Eru sjúklingar orðnir söluvara sem hægt er að bjóða þeim sem lægst býður? Gauti Grétarsson skrifar 4. september 2019 07:00 Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun