Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 19:00 Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin. Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin.
Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira