Haustgestir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. september 2019 08:00 Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið!
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar