Segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís. Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís.
Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00