Sautján ára palestínskur nemi við Harvard sendur frá Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:52 Harvard háskóli talinn með þeim betri í heiminum. Vísir/Getty Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Bandaríkin Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn.
Bandaríkin Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira