Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 09:15 Frá atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Vísir/Vilhelm Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent