Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Björn Þorfinnsson skrifar 19. september 2019 06:15 Eiríkur baðst einn afsökunar á umfjöllun sinni um málið. Fréttablaðið/Valli Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira