Meðferðin á útlendingum á vinnumarkaðnum Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 19. september 2019 08:00 Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun