Meirihlutinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu grunnskólanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. september 2019 14:43 Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun