Á sandi byggði… Jón Ingi Hákonarson, Karl Pétur Jónsson og Sara Dögg Svanhildardóttir og Valdimar Birgisson skrifa 18. september 2019 10:00 Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Sara Dögg Svanhildardóttir Seltjarnarnes Sorpa Umhverfismál Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun