„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2019 21:30 Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt. Umferðaröryggi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt.
Umferðaröryggi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira