Mín kynslóð Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. september 2019 07:00 Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar