Til reiðu búinn í París og London Björn Teitsson skrifar 14. september 2019 10:00 Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Samgöngur Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun