Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Sylvía Hall skrifar 14. september 2019 08:48 Beto O'Rourke. Vísir/Getty Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21