Par ákært fyrir milligöngu um vændi þriggja kvenna frá Perú Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. september 2019 07:00 Ákærðu voru leidd fyrir dómara og úrskurðuð í gæsluvarðhald í nóvember 2017 og voru látin sæta einangrun í tvær vikur. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenskur karlmaður og unnusta hans, kona frá Perú, neita bæði sök í sakamáli sem höfðað hefur verið gegn þeim fyrir meinta hagnýtingu vændis þriggja útlendra kvenna. Parið er búsett á Spáni en verjendur þess lýstu afstöðu til ákærunnar í fyrirtöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Parið er ákært fyrir hagnýtingu vændis með því að hafa frá lokum september og fram yfir miðjan nóvember 2017 í sameiningu stuðlað að og haft viðurværi sitt og atvinnu af vændisstarfsemi sem þrjár útlendar konur stunduðu hér á landi. Samkvæmt ákæru stuðluðu bæði ákærðu að því að konurnar flyttu til landsins í því skyni að stunda hér vændi sér til viðurværis, en konan hafi komið sér í samband við þær, pantað og greitt flugmiða þeirra en karlmaðurinn fjármagnað flugið að hluta auk þess að aka þeim frá flugvelli í Keflavík að húsi við Fiskakvísl í Reykjavík þar sem vændisstarfsemin fór fram að mestu. Bæði hafi þau haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar þrjár gegn greiðslu að fjárhæð 25 þúsund krónur fyrir hverjar 30 mínútur og 40 þúsund fyrir hvern klukkutíma, svo sem með milligöngu um að útvega húsnæði í Reykjavík undir vændisstarfsemina að Fiskakvísl, á Grensásvegi og í íbúð á Meistaravöllum í Reykjavík, haft milligöngu um tímabókanir milli kvennanna og vændiskaupenda og akstri til og frá vændiskaupendum. Þá munu þau hafa aðstoðað við að útbúa auglýsingar og nafnspjöld og auglýst eða látið auglýsa vændi kvennanna þriggja opinberlega á vefsíðum og í Fréttablaðinu. Samkvæmt ákæru rann allt að helmingur fjármunanna fyrir vændissöluna til ákærðu og höfðu þau þannig tekjur af vændi kvennanna þriggja. Þá er í ákæru krafist upptöku á ávinningi brotanna; fjármuna af bankareikningi konunnar auk reiðufjár sem fannst við húsleit, samtals rúmlega 1,5 milljónir króna. Verði ákærðu fundin sek samkvæmt ákærunni eiga þau yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu var mjög umfangsmikil og voru ákærðu meðal annars undir grun um mansal sem er mun alvarlegra brot og getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Var parið látið sæta þungum rannsóknarráðstöfunum meðan á rannsókninni stóð. Voru þau bæði úrskurðuð í gæsluvarðhald og látin sæta einangrun um tveggja vikna skeið. Þrjár húsleitir voru framkvæmdar vegna málsins auk þess sem lögregla hafði áður fengið heimild til símhlustunar. Mikið magn gagna var lagt fram við fyrirtöku málsins í gær og mun töluverður hluti þeirra vera eftirritanir úr símhlustunum. Þá hafa verið teknar skýrslur fyrir dómi af vændiskonunum þremur en tvær þeirra eru farnar af landi brott. Af ákæru er ljóst að ákæruvaldið hefur ákveðið að láta ekki reyna á ákæru fyrir mansal og mun þetta vera í fyrsta sinn sem ákært er fyrir milligöngu eða hagnýtingu vændis eingöngu án þess að einnig sé ákært fyrir önnur og alvarlegri brot á borð við mansal og fíkniefnasölu. Aðalmeðferð málsins fer fram 17. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Íslenskur karlmaður og unnusta hans, kona frá Perú, neita bæði sök í sakamáli sem höfðað hefur verið gegn þeim fyrir meinta hagnýtingu vændis þriggja útlendra kvenna. Parið er búsett á Spáni en verjendur þess lýstu afstöðu til ákærunnar í fyrirtöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Parið er ákært fyrir hagnýtingu vændis með því að hafa frá lokum september og fram yfir miðjan nóvember 2017 í sameiningu stuðlað að og haft viðurværi sitt og atvinnu af vændisstarfsemi sem þrjár útlendar konur stunduðu hér á landi. Samkvæmt ákæru stuðluðu bæði ákærðu að því að konurnar flyttu til landsins í því skyni að stunda hér vændi sér til viðurværis, en konan hafi komið sér í samband við þær, pantað og greitt flugmiða þeirra en karlmaðurinn fjármagnað flugið að hluta auk þess að aka þeim frá flugvelli í Keflavík að húsi við Fiskakvísl í Reykjavík þar sem vændisstarfsemin fór fram að mestu. Bæði hafi þau haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar þrjár gegn greiðslu að fjárhæð 25 þúsund krónur fyrir hverjar 30 mínútur og 40 þúsund fyrir hvern klukkutíma, svo sem með milligöngu um að útvega húsnæði í Reykjavík undir vændisstarfsemina að Fiskakvísl, á Grensásvegi og í íbúð á Meistaravöllum í Reykjavík, haft milligöngu um tímabókanir milli kvennanna og vændiskaupenda og akstri til og frá vændiskaupendum. Þá munu þau hafa aðstoðað við að útbúa auglýsingar og nafnspjöld og auglýst eða látið auglýsa vændi kvennanna þriggja opinberlega á vefsíðum og í Fréttablaðinu. Samkvæmt ákæru rann allt að helmingur fjármunanna fyrir vændissöluna til ákærðu og höfðu þau þannig tekjur af vændi kvennanna þriggja. Þá er í ákæru krafist upptöku á ávinningi brotanna; fjármuna af bankareikningi konunnar auk reiðufjár sem fannst við húsleit, samtals rúmlega 1,5 milljónir króna. Verði ákærðu fundin sek samkvæmt ákærunni eiga þau yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu var mjög umfangsmikil og voru ákærðu meðal annars undir grun um mansal sem er mun alvarlegra brot og getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Var parið látið sæta þungum rannsóknarráðstöfunum meðan á rannsókninni stóð. Voru þau bæði úrskurðuð í gæsluvarðhald og látin sæta einangrun um tveggja vikna skeið. Þrjár húsleitir voru framkvæmdar vegna málsins auk þess sem lögregla hafði áður fengið heimild til símhlustunar. Mikið magn gagna var lagt fram við fyrirtöku málsins í gær og mun töluverður hluti þeirra vera eftirritanir úr símhlustunum. Þá hafa verið teknar skýrslur fyrir dómi af vændiskonunum þremur en tvær þeirra eru farnar af landi brott. Af ákæru er ljóst að ákæruvaldið hefur ákveðið að láta ekki reyna á ákæru fyrir mansal og mun þetta vera í fyrsta sinn sem ákært er fyrir milligöngu eða hagnýtingu vændis eingöngu án þess að einnig sé ákært fyrir önnur og alvarlegri brot á borð við mansal og fíkniefnasölu. Aðalmeðferð málsins fer fram 17. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19