Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2019 12:15 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. fréttablaðið/ernir Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér. Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira