Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 10:30 Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt.
Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira