Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 06:15 Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. Fréttablaðið/Ernir Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni.
Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent