Ótrúlegur lokakafli í New Orleans | Stigamennirnir unnu án Brown 10. september 2019 09:21 Leikmenn Saints fagna sigursparki Lutz. vísir/getty Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019 NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira