Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:34 Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Getty/Kena Betancur Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira