Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:34 Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Getty/Kena Betancur Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira