Týndur smali og bátur sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 06:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bátsins sem hafði strandað. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira