Meint fjársvik tæpir tveir milljarðar króna Björn Þorfinnsson skrifar 27. september 2019 07:15 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira