Belja án rassgats Davíð Þorláksson skrifar 25. september 2019 07:00 Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið.
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar