Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 15:44 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45