Rabbar barinn á Hlemmi kveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 14:26 Rabbar barinn er staðsettur í norðvesturhorni Hlemms en kveður nú eftir rúm tvö ár. Rabbar barinn Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“ Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“
Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira