Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 12:31 Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira