Nei Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2019 07:00 Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Björn Leví Gunnarsson Tengdar fréttir Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata
Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar