Tapaði veðmáli við norska boltastjörnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. september 2019 06:00 Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. Aðsend mynd Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira