Innlent

Lögðu hald á áfengi og fjármuni í vélhjólaklúbbi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vélhjólaklúbburinn er talinn hafa tengingu við erlenda vélhjólaklúbba sem skilgreindir hafa verið sem brotahópar.
Vélhjólaklúbburinn er talinn hafa tengingu við erlenda vélhjólaklúbba sem skilgreindir hafa verið sem brotahópar. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af samkvæmi á vegum vélhjólaklúbbs í húsi í Hafnarfirði. Lagt var hald á áfengi og fjármuni.

Lögregla telur að fjármunirnir séu tilkomnir vegna ólöglegrar sölu áfengis. Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í gær en vélhjólaklúbburinn sem um ræðir er talinn hafa tengingu við erlenda vélhjólaklúbba sem skilgreindir hafa verið sem brotahópar.

Afskiptin lögreglu af vélhjólaklúbbnum eru liður í aðgerðum og eftirliti lögreglu með skipulagðri brotastarfsemi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×